Lofnarblóm? Kannski ímyndaðir þú þér veggfóðrað baðherbergi ömmu þinnar, með fjólublátt sápustykki við vaskinn. Eða gamaldags rakarastofu, með örlítinn ilm af lofnarblómi (e. lavender) í bland við eikarmosa í loftinu.
Eins og Le Labo einu er lagið, slær LAVANDE 31 allar fyrirframgefnar hugmyndir um lofnarblóm af borðinu. Bergamote og neroli gefa ilminum ferska byrjun sem lyftir lofnarblóminu upp og sýnir það í sinni hreinustu mynd, þar sem aðeins blómknapparnir eru eimaðir.
Grunnur ilmvatnsins er ekta Le Labo: gulbrúnar, amber og musky nótur, sem blandað er við keim af tonkabaun til að gefa ilminum sígildan stíl sem er bæði hreinn og óhreinn á sama tíma, auðþekkjanlegur en einstakur. Nei, þetta er ekki lavender sem þú hélst að þú þekktir. Velkomin í nýjan veruleika.
Grasse — New York
— Stærð: 100 ml
— Ilmvatnið hentar öllum kynjum.
— Allar vörur frá Le Labo eru án parabena og rotvarnarefna, eru vegan og hafa ekki verið prófaðar á dýrum.