Kukicha No. 1
茎茶
Sítrus • Ristað • Umami
Kukicha Sencha er blanda af stilkum og laufi frá hæðum Fukuoka í Japan. Teið státar af fallegum og björtum grænum lit, ávaxtaríkum ilmi og ristuðum tónum. Það er vandað og fágað en verðlagt þannig að hægt sé að njóta þess daglega.
Orðið „Mottainai“ í grófum dráttum „að sóa engu“ á japönsku og er þetta te beintengt þeirri hugmynd. Stönglar og óreglulegir hlutir sem fjarlægðir eru við frágang á sencha er hér blandað ásamt sencha-laufum. Uppáhaldshluti okkar í þessu ferli er að allur terunninn er nýttur við framleiðslu tesins. Testilkurinn hefur dásamlega ávaxtaríkan karakter sem oft er saknað í sencha.
Ef þú ert að leita að ánægjulegu tei með mikinn karakter til daglegrar neyslu skaltu ekki leita lengra!
Fukuoka, Japan
— Innihald: 100% Sencha
— Þyngd: 100g
— Í einn bolla af tei mælum við með 5g (1,5 tsk) af telaufum á móti 180-200 ml af 80°C heitu vatni. Brugga skal teið í 1 mínútu.