Steyptu kökustandarnir frá Serax sóma sér vel á hverju borði og í hverju eldhúsi. Kökustandarnir eru hannaðir af Ann Vereecken og Jeroen Worst, tvíeykinu á bakvið Studio Simple, sem búa yfir þeim einstaka hæfileika að geta dregið fram hversdagslega fegurð og þannig bætt einhverju sérstöku við daglegar venjur.
Belgía
— Stærð: 330×330×80 mm
— Efni: Steinsteypa
— Má ekki setja í uppþvottavél og örbylgjuofn né inn í ofn eða yfir eld. Handþvo skal kökustandinn eftir notkun.
Hver kökustandur er unninn í höndunum og smávægilegur lita- og áferðarmunur gæti verið á milli hluta, þetta er eðlilegt og óhjákvæmilegt við framleiðslu munanna.
Þar sem kökustandurinn er úr steypu og er óhúðaður mun fita og annað skilja eftir sig bletti. Að okkar mati eykur þetta sjarma kökustandsins og mun hann því eldast vel.