Takazawa Candles

NANOHANA・Kerti

Útsöluverð Verð 5.990 kr Verð Verð  per 

Falleg kertaaskja frá Takazawa Candles sem hefur frá árinu 1892 framleitt kerti í sátt við náttúru. Kassinn inniheldur 40 kerti sem framleidd eru í hefðbundnum japönskum stíl með nanohana vaxi og washi pappakveik.

Repjublómið er aðal kennileiti Noto-eyju í Japan. Þegar sjómenn koma auga á gula lit þeirra vita þeir að stutt er í að þeir nái í land. Nanohana er japanska heiti repjublóma og þessi kerti eru unnin úr olíu þess.

Nanohana vax er náttúrulegt sem brennur án lyktar. Washi (和紙) er hefðbundinn japanskur pappír sem unninn er samkvæmt gömlum aðferðum af handverksmönnum með áralanga reynslu í faginu. Orðið washi er samsett úr japönsku orðunum „wa“, sem þýðir „japanskur“ og „shi“ sem þýðir „pappír“.

Takazawa Candle var stofnað árið 1892 í hafnarborginni Nanao, í Ishikawa í Japan og sker sig ekki aðeins út í gæðum heldur einnig í einstakri hönnun kertanna sem hafa tilvísanir í náttúruna og þær plöntur sem finnast í borginni.

Fyrirtækið notar afar sérstakan pappakveik sem gerður er samkvæmt uppskriftum frá 16. öld. Kveikurinn er búinn til með því að vefja þurrkuðum plöntum um holan streng af washi-pappír. Kertin eru hol að innan sem gerir það að verkum að súrefni leitar upp kertið og loginn verður stærri og bjartari.

Hægt er að kaupa stjaka fyrir kertin hér.

Upplýsingar
/ Stærð: Box 160×130×50 mm, kerti Ø1×110 cmm
/ Magn: 40 kerti 
/ Innihald: 90% blómolíuvax og 10% paraffín
/ Brennslutími: 55 min
/ Sýnið varkárni við brennslu kerta og brennið ekki án eftirlits.

Nanao, Ishikawa, Japan