Takazawa Candles

Kerti・40 stk

Útsöluverð Verð 5.990 kr Verð Verð  per 

Falleg kertaaskja frá Takazawa Candles sem hefur frá árinu 1892 framleitt kerti í sátt við náttúru. Kassinn inniheldur 40 kerti sem framleidd eru í hefðbundnum japönskum stíl með nanohana vaxi og washi pappakveik.

Nanohana vax er unnið úr repju og er því náttúrulegt auk þess að brenna án lyktar. Washi (和紙) er hefðbundinn japanskur pappír sem unninn er samkvæmt gömlum aðferðum af handverksmönnum með áralanga reynslu í faginu. Orðið washi er samsett úr japönsku orðunum „wa“, sem þýðir „japanskur“ og „shi“ sem þýðir „pappír“.

Kertin eru hol að innan sem leyfir lofti að streyma um þau og gefur háan og bjartan loga.

Upplýsingar

/ Stærð: Box 160×130×50 mm, kerti Ø1×110 cmm
/ Magn: 40 kerti 
/ Innihald: 
90% blómolíuvax og 10% paraffín
/ Brennslutími: 55 min
/ Sýnið varkárni við brennslu kerta og brennið ekki án eftirlits.

Takazawa, Japan