Hakusan Porcelain Co.

Skartgripaskál・Fugl

Útsöluverð Verð 6.990 kr Verð Verð  per 

Hringa- og skartgripaskál sem hönnuð var af japanska hönnuðinum Yasuki Sakamoto fyrir Hakusan Porcelain Co.

Skálin fær lag sitt frá fugli með þanda vængi og þó hún hafi kannski verið hönnuð fyrir skartgripi er hægt að finna endalausa notkunarmöguleika á þessari einstöku skál.

Skálin er framleidd í Japan af Hakusan Porcelain Co. sem stofnað var árið 1779 í Hasami, en fyrirtækinu var stýrt af Masahiro Mori frá árinu 1957. Það má segja að samstarf þessa tveggja aðila hafi breytt ásýnd postulíns til frambúðar en Mori vann yfir 100 Good Design verðlaun á ævi sinni og varð til þess að Hakusan postulín er í fremstu röð þegar kemur að nýstárlegri hönnun í bransanum.

Upplýsingar
/ Stærð: 110×70×70 mm
/ Efni: Postulín

Hasami, Nagasaki, Japan