HAKUDO RAIN 雨 reykelsið frá AOIRO er aðeins framleitt úr besta viði sem Awaji eyja Japans hefur upp á að bjóða. Ilmurinn er innblásinn af himinhvolfinu, tunglinu og því sem er tímalaust og eilíft.
Reykelsið ilmar af Frankincense, Hinoki-við, sandalvið, bemzoin og kanil.
AOIRO er hönnunarstofa sem einbeitir sér að sköpun ilma fyrir hýbíli sem byggja á hugmyndafræði Kōdō 香道, reykelsisathafna Japans. Þær kennar hvernig meta má ilm á nýjan hátt með því að „hlusta“ á hann. Með HAKUDO RAIN ilmlínu sinni býður AOIRO þér að staldra við í dagsins amstri og taka augnablik til slökunar.
Tokyo — Berlin
— Fjöldi: 50 stk
— Reykelsin koma í Kiribako-viðarkassa sem handunninn er í Ishikawa, Japan.
Mikado | Hafnartorgi