Glas úr nýrri línu Hasami Porcelain. Hasami Porcelain er framleitt í Hasami, sögufrægum bæ sem staðsettur er í Nagasaki í Japan. Í yfir 400 ár hefur sérblöndun mulins steins frá Amakusa sem notuð er í þessari leir- og postulínsblöndu búið til suma fallegustu leirmuni í heimi.
Línan var hönnuð árið 2010 af Taku Shinomoto og byggir á kjarna japanskrar fagurfræði. Hún einkennist af skýrum og einföldum línum og er hönnuð til að staflast, þannig mætti nota kökudisk sem lok á skál eða lítinn disk sem undirskál. Þetta kerfi er innblásið af þrepaskiptum boxum sem notuð eru í japanskri matargerð en eru hér endurhugsuð á nýtískulegan máta. Hver munur er handgerður og einstakur.
Hasami, Nagasaki, Japan
— Stærð: Ø85×89 mm / 355 ml
— Efni: Gler
Má setja í uppþvottavél og örbylgjuofn. Má ekki setja inn í ofn né yfir eld. Vörurnar eru staflanlegar, harðgerðar og endingagóðar en gætu átt í hættu á að það brotni upp úr þeim við högg.