Ímyndaðu þér stað sem er svo víðfeðmur, svo afskekktur að þú getur ferðast vikum saman án þess að hitta aðra sál. Endalausir kílómetrar af rauðum sandi, endalausir kílómetrar af himni. Í yfirþyrmandi hita getur einmana hvítt tré við sjóndeildarhringinn verið sem tálsýn. En tröllatréð (e. eucalyptus) er vin, stoppustöð þar sem þornurt og ryðrautt ryk koma til að setjast að í skugga silfurlaufanna.
Þetta er innblástur EUCALYPTUS 20, ótvíræðan ilm víðáttunnar þar sem ferskleiki tröllatrés og sedrusviðar er mildaður af leðurkenndu labdanum og liggur á beði af muskusnótum og reykelsi.
Grasse — New York
— Stærð: 15 ml
— Ilmvatnið hentar öllum kynjum.
— Allar vörur frá Le Labo eru án parabena og rotvarnarefna, eru vegan og hafa ekki verið prófaðar á dýrum.