Delulu er sætur og nýstárlegur ilmur frá .Oddity sem blandaður var David Chieze.
Ilmvatnið minnir á frosna jógúrt eða brjóstsykur og það að liggja úti í garði í sólinni, að gera ekkert.
Toppur — Bergamot・Mandarína・Rabarbari・Cédrat
Hjarta — Jarðarberjasulta・Hindber・Sólber・Rós・Olibanum
Grunnur — Vetiver・Ambroxan・Musk・Sandalviður・Osmanthus
.Oddity er nútímalegt ilmvatnshús stofnað í Hong Kong sem leitt er af þverfaglegum hópi hönnuða. Merkið hefur unnið til fjölda virtra verðlauna frá stofnun þess árið 2021, en öll ilmvötn þeirra eru framleidd í litlum skömmtum þar sem notast er við sjaldgæf hráefni. Það gefur ilmum þeirra einkennandi og ferskt yfirbragð.
Hong Kong
— Stærð: 10 ml
— Ilmvatnið hentar öllum kynjum.
— Spreyið á háls og úlnlið eftir þörfum.
— Haldið ilmvatninu frá augum, munni, börnum og dýrum.