Hinoki-viður, eða japanskur sýprus er viðartegund sem er mikils metin í Japan fyrir yndislegan ilm og náttúrulega olíu sem kemur í veg fyrir myglu.
Þessir baðpokar frá Kiso Lifestyle Labo eru fullir af hinoki-flögum sem gefa frá sér slakandi ilm þegar þeir eru settir í heitt bað. Einnig má nota pokana inn í skáp til að fá góða lykt í þá.
Framleiðandi baðpokanna er Kiso Lifestyle Labo sem staðsett er í Nagano héraði í Japan. Þau einsetja sér að framleiða hágæða vörur og vinna með handverksfólki frá svæðinu auk þess að nota efni þaðan. Nagano er ríkt af Hinoki-trjám og á sér langa sögu með framleiðslu muna úr þeim.
Nagano, Japan
— Innihald: Hinoki viður (japanskur sýprusviður)
— Hægt er að nota hvern poka mörgum sinnum í bað en passa þarf að láta hann þorna vel á milli.