Pigmentarium

Azabache・Parfum・Limited Edition

Útsöluverð Verð 44.990 kr Verð Verð  per 

PIGMENTARIUM er tékkneskt ilmvatnshús stofnað af Tomáš Ric og Jakub Florian Hiermann árið 2018. Jakub lærði ilmvatnsgerð í London þar sem hann bjó áður en hann flutti aftur til heimaborgar sinnar Prag. Tomáš, sem hefur bakgrunn frá tískuiðnaðinum, er framkvæmdastjóri PIGMENTARIUM. Saman vinna þeir að draumi sínum að eiga samskipti við heiminn í gegnum ilm. 

AZABACHE
Ilmurinn AZABACHE er afrakstur samstarfs Pigmentarium við spænska fatahönnuðinn Arturo Obegero, sem búsettur er í París. Ilmvatnið kemur í mjög takmörkuðu upplagi af 300 handmáluðum flöskum.

Pigmentarium og Arturo Obegero deila sömu ástríðu á handverki og hágæða vörum. Fatalínur Arturo eru hannaðar og framleiddar á vinnustofum í París og ilmir Pigmentarium ásamt umbúðum eru þróaðir og framleiddir í Tékklandi.

AZABACHE er dularfullur ilmur hannaður til að tæla elskendur, vandlega blandaður til að blekkja hugann og heilla hjartað. Kvenlegur en á sama tíma karlmannlegur. Nýr klassískur en djarfur ilmur.

Toppur ilmsins samanstendur af bleikum pipar og verbena. Hjartað inniheldur þrjár sjaldgæfustu tegundir rósa; maí-, tyrkneskar- og Ottó-rósir. Sameining þeirra ræður ríkjum í miðju ilmsins, flauelsmjúkur og grípandi. Í grunninn leynast sterkar dýranótur; civet, musk og vetiver ásamt viðarkennds sedrusviðar og olibanum.

Svört ilmvatnsflaskan táknar dimma nóttina, nánd og hið andlega. Glerflaskan er þakin svartri málningu sem handmáluð er af mikilli vandvirkni af Arturo Obegero. Að lokum er nafn ilmvatnsins sett á flöskuna með 24k gulli.

Toppur — Pink Pepper・Verbena
Hjarta — Rose de Mai・Turkish Rose・ Otto Rose
Grunnur — Olibanum・Civet・Vetiver・Musk

Upplýsingar
/ Stærð: 50 ml
/ Ilmvatnið hentar öllum kynjum.
/ Spreyið á háls og úlnlið eftir þörfum.
/ Haldið ilmvatninu frá augum, munni, börnum og dýrum.

Prag, Tékkland