Hálendisbygg spírar, vex og þroskast. Velmegun Lhoka svæðisins er skjalfest á þessum gullnu plöntum.
Á fornum kortum er Tíbet lýst sem kvenlíkama þar sem Lhoka er staðsett á bringu hans sem fæðingarstaður tíbetskrar menningar. Lhoka er einnig þekkt sem sál Tíbets.
Hér er hálendisbyggið fullt af heitu sólskini og síðsumars og snemma hausts hafa fræ þess uppfyllt skyldu sína og helgað sig uppbyggingu hálendisins. Haustið er tími uppskeru eftir ár af mikilli vinnu. Á þessum tíma fagna Tíbetar og þakka fyrir gjöf uppskerunnar með reykelsi, söng og dansi.
Toppur — Black Pepper・Saffron・Cinnamon Leaf
Hjarta — Barley・Bran Abs・Fir Balsam
Grunnur — Tibetian Incense・Patchouli・Birch Tar
Kryddaður og viðarkenndur ilmur með hlýleika frá amber.
París, Frakkland
— Stærð: 50 ml
— 99% náttúruleg hráefni.
— Ilmvatnið hentar öllum kynjum.
— Spreyið á háls og úlnlið eftir þörfum.
— Haldið ilmvatninu frá augum, munni, börnum og dýrum.
Í Himalajafjöllunum eru þúsundir stórkostlegra náttúruauðlinda, sem fullar eru af óvenjulegum plöntum og lyktareinkennum. Ilmvatnslína hima jomo er innblásin af náttúrufegurð Himalaya og jafnvæginu á milli ríkrar menningar, landslags og hefðum svæðisins.
hima jomo var stofnað árið 2020 í París af vinahópi sem deilir sama áhuga á náttúru og menningu Himalaya. Nafn fyrirtækisins er samsetning tveggja orða sem eru vörumerkinu kær: „hima“ fyrir „Himalaya“ og „jomo“ sem þýðir „Heilög móðir“ á tíbetsku.
Ilmvötn hima jomo eru innblásin af fjölbreyttu náttúrulegu vistkerfi Himalayafjallanna og eru handunnin af kostgæfni í Grasse í Frakklandi.
Ilmvötnin innihalda sjaldgæf innihaldsefni sem finnast eingöngu í Himalayafjöllunum og taka þau sem bera ilmina í ferðalag til óbyggða þessa himneska svæðis.
Ilmirnir eru gerðir úr 95–99% af náttúrulegum og lífrænum hráefnum sem hima jomo fær frá Maison Robertet, frönskum ilmframleiðanda sem hefur sérhæft sig í sjálfbærum og náttúrulegum hráefnum með fullan rekjanleika frá árinu 1850.
Öll vörulínan er í endurvinnanlegum umbúðum og engar vörur hafa verið prófaðar á dýrum. hima jomo gera einnig sitt besta við að hafa sjálfbærni og verndun náttúrunnar að leiðarljósi og gefa 1 Evru af hverju seldu glasi til WWF sem berjast fyrir verndun Himalaya-svæðisins.