Værðarvoðin Mōfu er fyrsta varan sem framleidd er undir merkjum Mikado. Teppið er íslensk framleiðsla, úr 100% íslenskri ull, en nafnið er sótt í japanska tungu og þýðir einfaldlega teppi. Þannig breiðir teppið úr sér þvert yfir landamærin sem finna má í Mikado, milli japanskrar og skandinavískrar hönnunar. Munstrið var hannað af Mikado og framleiðslan er í höndum Varma í Reykjavík. Efnisvalið felur í sér rækt við arfleifð íslensks handverks og gæði. Áreiðanleg, hlý, falleg – íslenska ullin er eðalefni sem hefur vitanlega veitt skjól og aukið notalegheitin hér á landi allt frá upphafi byggðar. Mōfu hentar vel til að ylja sér jafnt á köldum vetrardögum sem og löngum sumarkvöldum; sem stofustáss eða í svefnherbergið. Reykjavík, Ísland Almennar upplýsingar — Stærð: 130×180 cm — Efni: 100% íslensk ull — Umhirða: Aðeins skal þvo teppið ef það verður mjög óhreint, annars getur verið gott að hengja það út um stund til að viðra það. Ef þvo á teppið skal aðeins þurrhreinsa það. Aldrei skal setja teppið í þurrkara. — Teppið er ýft beggja vegna og er því einstaklega mjúkt viðkomu.— Íslensk framleiðsla — af Varma fyrir Mikado.
Mikado | Hafnartorgi