Rivet Typecase・Hilla
Rivet hillan var hönnuð af Jonas Trampedach árið 2014 og er hólfuð álhilla sem ætlað er að geyma dýrmætustu hlutina þína.
Aðferðin við gerð hillunnar er byggð á sögulegu handbragði þar sem leiser-skornar álplötur sem eru hamraðar saman með ákveðinni tækni (e. riveting).
Aðferðin við gerð hillunnar er byggð á sögulegu handbragði þar sem leiser-skornar álplötur sem eru hamraðar saman með ákveðinni tækni (e. riveting). Hönnunin er samtal á milli handverks og iðnframleiðslu sem leyfir hrein- og heiðarleika efnisins að njóta sín sem best.
Frama er þverfaglegt sköpunarhús sem býr til vörur sem hvetja til núvitundar og örva skynfærin. Merkið leggur áherslu á náttúruleg efni, einföld form og gæði án málamiðlana — þannig nær það á einstakan hátt að tengja það huglæga við það praktíska sem skilar sér í beinskeittri fagurfræði.
Kaupmannahöfn, Danmörk