Oratorio er frumraun franska ilmvatnsgerðarmannsins Théo Belmas undir merkjum Pigmentarium og er ilmurinn afurð marga mánaða ferðalaga, bæði raunverulegra og ímyndaðra, á milli Prag og Parísar.
Oratorio er sjöundi ilmur Pigmentarium og markar nýjan kafla í sögu ilmvatnshússins og leikur sér með andstæður, lifandi borgarlífs annars vegar og gamalla kirkna hinsvegar, þar sem tíminn virðist standa í stað.
Fyrstu kynni Oratorio birtast í sjaldgæfri mandarínu frá Madagaskar og neroli frá Egyptalandi. Blómlegur sítrusilmur sem er skarpur, hreinn og einstakur tekur yfir. Smám saman má greina reykelsi og sedrusvið í hjarta ilmvatnsins ásamt jasmín. Opoponax, eða sæt myrra, og patchouli koma svo loks í ljós og veita ilminum jafnvægi og fyllingu.
Frá stofnun Pigmentarium árið 2018 hefur Prag verið aðal innblástur merkisins, en hér er það listræna umhverfi sem borgin býður upp á enduruppgötvað af Tomáš Ric, stofnanda Pigmentarium og Théo Belmas. Nýr ilmur sem sameinar fortíð og framtíð.
Toppur — Hand-pressed Mandarin Oil・Neroli
Hjarta — Olibanum・Cedar・Cedar Atlas・Jasmine
Grunnur — Patchouli・Opoponax
Prag, Tékkland