Minnisbókin er unnin í samstarfi við Sóleyju Lee grafískan hönnuð.
Sóley hefur starfað um árabil sem grafískur hönnuður og hefur þróað sérstakan og einkennandi myndheim. Minnisbókin sýnir teikningu Sóleyjar af köttum og er hún eina bókin sem hönnuð var og framleidd með ákveðið mótif í huga, en hluti af ágóða sölu rennur til Villikattafélagsins.
Bókin er hluti af seríu sem Insula vinnur í samstarfi við ólíka hönnuði og myndlistarfólk, þar sem myndverk, ljósmyndir og grafísk hönnun breyta um hlutverk og verða að fallegum nytjahlut.
Insula Reykjavík er íslenskt vörumerki þar sem hönnun, myndlist og handverk haldast í hendur og á stundum taka á sig nýtt form. Hlutverk Insulu Reykjavíkur er að tengja saman ólíka heima og þróa áhugaverða nytjavöru í gegnum samstörf við skapandi einstaklinga. Markmiðið er að þróa í gegnum þessar tengingar eigulegar vörulínur sem bera skapandi hugsun merki.
Reykjavík
— Stærð: A5, 148×210mm
— 195 blaðsíður, 100 gsm
— Punktamerktar