Hágæða pappír og einföld hönnun einkennir MD Paper skissu- og minnisbækurnar frá Midori. Skissubókin er í stærð A5, kemur með auðum síðum og 176 blaðsíðum.
Midori hefur framleitt hágæða bréfsefni frá 1950 og er MD Paper línan stolt þeirra og yndi. Allt frá því að Midori framleiddi pappírinn fyrst á sjöunda áratug síðustu aldar hafa þau haft japönsku hugmyndafræðina „Kaizen“ að leiðarljósi, sem þýðir að þau leita stöðugt nýrra leiða til að bæta gæði vara sinna. Niðurstaða þessarar vinnu er pappír sem heldur lit sínum vel og frábært er að skrifa á, sérstaklega með blekpenna þar sem pappírinn heldur blekinu þannig að því blæði ekki á pappírnum.
Athygli Midori hefur ekki einungis verið beint að pappírnum sem þau framleiða, heldur einnig að aðferðunum sem notaðar eru við bókbandið. MD skissu- og minnisbækurnar eru bundnar með „Gakari“ saumaaðferð þannig að þær opnast alveg flatt án þess að miðjan sé ójöfn — allt til að bæta upplifunina við notkun þeirra.
Til að heiðra aðferð bókbandsins hefur Midori haldið for- og baksíðu bókanna án kápu. Með þessu eldist bókin fallega með tímanum, en hægt er að kaupa kápur til að hlífa þeim ef óskað er eftir því.
Hægt er að nálgast sniðmát sem prenta má út og nota með bókunum á heimasíðu MD Paper.
Tokyo, Japan