Hágæða pappír og einföld hönnun einkennir MD Paper skissu- og minnisbækurnar frá Midori. Dagbókin fyrir árið 2025 í stærð A6 (1 dagur 1 blaðsíða) kemur með mánaðaropnur fremst í bókinni sem nær frá desember 2024 til janúar 2026. Á eftir mánuðunum koma 385 blaðsíður sem eru settar upp með tímasetningum fyrir hvern dag og auðu plássi til hliðar sem tilvalið er að nýta fyrir glósur, hugmyndir eða skissur. Þessi útgáfa frá Midori er dagbók fyrir minningar, skipulag, ferðalög, matarskipulag eða fyrir skapandi fólk — möguleikarnir eru endalausir rétt eins og auður strigi.
Midori hefur framleitt hágæða bréfsefni frá 1950 og er MD Paper línan stolt þeirra og yndi. Allt frá því að Midori framleiddi pappírinn fyrst á sjöunda áratug síðustu aldar hafa þau haft japönsku hugmyndafræðina „Kaizen“ að leiðarljósi, sem þýðir að þau leita stöðugt nýrra leiða til að bæta gæði vara sinna. Niðurstaða þessarar vinnu er pappír sem heldur lit sínum vel og frábært er að skrifa á, sérstaklega með blekpenna þar sem pappírinn heldur blekinu þannig að því blæði ekki á pappírnum.
Athygli Midori hefur ekki einungis verið beint að pappírnum sem þau framleiða, heldur einnig að aðferðunum sem notaðar eru við bókbandið. MD skissu- og minnisbækurnar eru bundnar með „Gakari“ saumaaðferð þannig að þær opnast alveg flatt án þess að miðjan sé ójöfn — allt til að bæta upplifunina við notkun þeirra.
Hægt er að nálgast sniðmát sem prenta má út og nota með bókunum á heimasíðu MD Paper.
Tokyo, Japan
— Stærð: A6, 105×148mm
— 415 blaðsíður, 80 gsm