Eikarstjaki frá OVO Things sem hannaður er fyrir grönn og breið bývaxkerti frá þeim.
Kertastjakarnir eru gerðir úr olíuborinni eik og látúni og því er hver stjaki einstakur. Í þá passa allar gerðir af kertum frá OVO Things sem finna má hér.
Litháen
— Stærð: Ø86×130 mm, göt í stjaka fyrir 6 mm og 10 mm breið kerti
— Efni: Eik & látún (e. brass)
— Sýnið varkárni við brennslu kerta og brennið ekki án eftirlits.
Ólakkað látún mun tjarna með tíma og notkun, það er algjörlega skaðlaust. Í okkar augum er þetta fallegt ferli sem gefur hverjum hlut einstakt og persónulegt yfirbragð en ef eigandinn kýs að halda í upprunalegan gljáa er einfaldlega hægt að þurrka af hlutnum með koparhreinsi. Eikin er olíuborin og með tíð og tíma getur reynst vel að bera á hana til að næra.