Skissu- og minnisbækur geyma hluti og hugmyndir ásamt ýmsar mikilvægar upplýsingar sem þú vilt varðveita. Mikilvægt er að ganga vel um bækurnar og er tilvalið að verja hugmyndirnar með fallegri leðurkápu frá MD Paper.
Eins og á við um allt leður þá getur áferðarmunur verið á milli kápa, sem er einkennandi fyrir alvöru leður. Þar sem leðrið er ólitað, er það frekar ljóst til að byrja með en liturinn mun dekkjast og breytast smám saman með tíð og tíma.
Að auki inniheldur bókarkápan þægilega festingu fyrir blýant eða penna ásamt rauf fyrir kreditkort eða nafnspjöld.
Midori hefur framleitt hágæða bréfsefni frá 1950 og er MD Paper línan stolt þeirra og yndi. Allt frá því að Midori framleiddi pappírinn fyrst á sjöunda áratug síðustu aldar hafa þau haft japönsku hugmyndafræðina „Kaizen“ að leiðarljósi, sem þýðir að þau leita stöðugt nýrra leiða til að bæta gæði vara sinna. Niðurstaða þessarar vinnu er pappír sem heldur lit sínum vel og frábært er að skrifa á, sérstaklega með blekpenna þar sem pappírinn heldur blekinu þannig að því blæði ekki á pappírnum.
Tokyo, Japan
— Stærð: 320×222mm (opin)
— Þyngd: ~84 g
— Efni: Geitaleður (engin litarefni)