Hukuju Matcha er silkimjúkt og fágað matcha frá Fukuoka, Japan. Teið hefur keim af heslihnetum, pistasínum og kakói og hentar sérstaklega vel til að drekka kalt og til að útbúa latte.
Teið er ferskt og um leið flauelsmjúkt og er unnið úr úrvals telaufum frá nokkrum svæðum í Fukuoka í Japan.
Matcha er fínmalað te unnið úr telaufum sem skyggð eru frá sólinni fyrir uppskeru sem hægir á vexti þeirra. Þetta ferli þéttir blaðgrænu og eykur amínósýrur og önnur næringarefni í laufunum og skilar fallegum og djúpum grænum lit með auknum heilsufarslegum ávinningi. En engin önnur fæðutegund inniheldur jafn mikið af andoxunarefnum.
Eftir tínslu eru telaufin möluð í fínt duft með steini til að draga úr oxun. Þar sem mölun með steini getur komið hita í laufin er það gert afar hægt, eða um 30g á klukkustund.
Allt þetta skilar svo matcha með áköfum grænum lit, sætum ilmi og hnetukenndu bragði.
Hér má finna frekari upplýsingar um það hvernig útbúa má Matcha Latte.
Yame, Fukuoka, Japan
Mælið um 2g af Matcha með chashaku og sigtið í teskál. Blandið við það 65g af 80°C heitu vatni og þeytið teið með chasen í um 15 sek., eða þar til fínni froðu hefur verið náð.
Frekari upplýsingar má finna hér.
— Innihald: Grænt te
— Magn: 100g
— Ár uppskeru: 2023
— Geymið pokann í kæli eftir opnun.