Kin Houjicha 金ほうじ茶
Ristuð heslihneta • Selta • Umami
Kin Houjicha var sérstaklega ristað fyrir Kettl af Ryuouen, sem er einn af elstu of virtustu tesölum Japans. Kettl er eini endursöluaðili Ryuouen utan Japans og því gleður það okkur í Mikado mikið að geta boðið upp á þetta einstaka og bragðmikla te sem er ein af eftirsóttustu vörum Ryuouen.
Teið er miðlungsristað sem sést vel í gylltum lit stilkanna. Ristun telaufanna gefur þeim hneturíkan keim og lækkar koffíninnihald tesins. Það er framleitt úr laufum og stilkum af sérstaklega völdum terunnum í Uji sem skyggðir eru fyrir sólu. Djúpur ilmur og fágað umami einkennir teið.
Kin Houjicha er einstakt te sem ætti að njóta eins og sér.
Uji, Japan
— Innihald: 100% Houjicha
— Þyngd: 100g
— Í einn bolla af tei mælum við með 3-4g (1 tsk) af telaufum á móti 180-200 ml af 90°C heitu vatni. Brugga skal teið í 1 mínútu.