Tasca・Stóll
Þessi vara er sérpöntun. Afhendingartími 8-12 vikur.
Tasca stóllinn er innblásinn af hefðbundnum krám í Portúgal sem kallast „tascas“, og er sérstaklega léttur og sterkbyggður stóll sem nota má bæði inni og úti.
Stóllinn er hannaður af Pedro Sottomayor árið 2019, er gerður úr náttúrulegu áli og hefur áberandi áferð sem er unnin í höndunum.
Frama er þverfaglegt sköpunarhús sem býr til vörur sem hvetja til núvitundar og örva skynfærin. Merkið leggur áherslu á náttúruleg efni, einföld form og gæði án málamiðlana — þannig nær það á einstakan hátt að tengja það huglæga við það praktíska sem skilar sér í beinskeittri fagurfræði.
Kaupmannahöfn, Danmörk
— Stærð: H79,8 (sæti H46 cm) / B38,7 / D38,7 cm
— Efni: Handburstað, ómeðhöndlað ál
Örlítill áferðarmunur getur verið á stólunum vegna handverksins. Ómeðhöndlað álið mun tjarna (e. patinate) með tímanum ásamt því að rispur og litabreytingar munu eiga sér stað, þetta á sérstaklega við ef stóllinn er notaður úti. Í okkar augum er þetta fallegt ferli sem gefur hverjum hlut einstakt og persónulegt yfirbragð.