Easy Chair 01・Warm Brown Birch
Þessi vara er sérpöntun. Afhendingartími 4-6 vikur.
Easy Chair 01 var hannaður af Frama Studio árið 2021.
Easy Chair 01 er hannaður með þægindi í huga. Stóllinn er hlýr og aðlaðandi, frábær að tilla sér í eftir amstur dagsins. Hönnunin er látlaus en með sterkan karakter og frábær viðbót við hinn klassíska bólstraða hægindastól. Hann er einfaldur og flókinn, ásamt því að skarta jafnt skörpum sem og sveigðum línum.
Frama er þverfaglegt sköpunarhús sem býr til vörur sem hvetja til núvitundar og örva skynfærin. Merkið leggur áherslu á náttúruleg efni, einföld form og gæði án málamiðlana — þannig nær það á einstakan hátt að tengja það huglæga við það praktíska sem skilar sér í beinskeittri fagurfræði.
Kaupmannahöfn, Danmörk
— Stærð: H72 (sæti H35 cm) / B60 / D60,5 cm
— Efni: Olíuborið birki.
Örlítill áferðarmunur getur verið á stólunum vegna handverksins. Viðaráferðin mun breytast og eldast fallega með tímanum. Í okkar augum er þetta fallegt ferli sem gefur hverjum hlut einstakt og persónulegt yfirbragð.