Chair 01・Natural Wood
Þessi vara er sérpöntun. Afhendingartími 4-6 vikur.
Chair 01 var hannaður af Frama Studio árið 2018.
Stóllinn er hannaður eftir formfastri grind sem leyfir einfaldleikanum að njóta sín. Það hvernig fæturnir eru fastir saman með hliðarbitum að neðan gefur honum einstakan karakter og fegurð, en um leið gerir það stólinn mjög stöðugan. Hægt er að stafla stólunum svo auðvelt sé að geyma þá. Þeir koma úr náttúrulegu birki sem hentar vel fjölbreyttum rýmum.
Frama er þverfaglegt sköpunarhús sem býr til vörur sem hvetja til núvitundar og örva skynfærin. Merkið leggur áherslu á náttúruleg efni, einföld form og gæði án málamiðlana — þannig nær það á einstakan hátt að tengja það huglæga við það praktíska sem skilar sér í beinskeittri fagurfræði.
Kaupmannahöfn, Danmörk
— Stærð: H81 (sæti H46 cm) / B45 / D44 cm
— Efni: Birki, olíuborið með ljósum lit
— Hægt er að stafla stólunum allt að 5 saman
Örlítill áferðarmunur getur verið á stólunum vegna handverksins. Viðaráferðin mun breytast og eldast fallega með tímanum. Í okkar augum er þetta fallegt ferli sem gefur hverjum hlut einstakt og persónulegt yfirbragð.