Classic snúningspenninn frá Ystudio er grannur og notar snúningsbúnað til að opnast og lokast. Einfaldur, meðfærilegur og hannaður til að nota á ferðalögum eða fyrir daglega notkun.
Ystudio er hönnunarstofa frá Taívan sem stofnuð var árið 2012 af 廖宜賢 (Yi Liao) og 楊格 (Yanko). Þeir leggja mikið upp úr gildi einfaldleikans og ná að sameina taívanska hönnun og handverk á hátt sem fangar fagurfræðilega menningu þeirra. Þeir hanna fyrst og fremst ritföng sem eru sköpuð fyrir hversdagslega notkun og munu endast eigandanum út ævina og rúmlega það.
Vörurnar frá Ystudio eru flestar úr látúni og kopar og eru framleiddar í Taívan af handverksmönnum með áralanga reynslu í faginu.
Taívan
Mikado | Hafnartorgi