Reglustika・Látún
Einföld reglustika úr gegnheilu látúni frá Traveler's Company. Önnur hlið hennar er hefur örlitla upphækkum svo auðvelt er að taka hana upp og strika eftir henni með blekpenna.
Á tímum þar sem hlutir eru oft framleiddir til skammtímanotkunar, voru látúnsvörurnar í BRASS línu Traveler’s Company sérstaklega hannaðar með gagnstæða hugsun að leiðarljósi — því meira og því lengur sem vörurnar eru notaðar, því fallegri verða þær. Látúnið mun tjarna með tímanum sem gefur því einstakan sjarma og persónulegt yfirbragð.
Tokyo, Japan
— Stærð: 20×160 mm
— Þyngd: 123g
— Efni: Látún
Ólakkað látún mun tjarna með tíma og notkun, það er algjörlega skaðlaust. Í okkar augum er þetta fallegt ferli sem gefur hverjum hlut einstakt og persónulegt yfirbragð en ef eigandinn kýs að halda í upprunalegan gljáa er einfaldlega hægt að þurrka af hlutnum með koparhreinsi.