Wave reykelsisstandurinn frá PIGMENTARIUM er nú fáanlegur í nýjum lit — Platinum. Reykelsisstandurinn kemur í takmörkuðu upplagi.
Reykelsisstandurinn er hannaður og handunninn af hinum virta postulínshönnuði og kennara, Daniel Piršč. Standurinn er ekki aðeins hagnýtur hlutur heldur einstakt listaverk þar sem engir tveir eru eins.
Pigmentarium er fyrsta stjálfstæða ilmvatnshúsið í Tékklandi sem kynnti frumraun sína í Prag haustið 2018 með Ad Libitum ilminum. Vörumerkið er undir sterkum áhrifum ungu kynslóðarinnar með tengsl við listheiminn og lífsstíl Tékklands á fyrri hluta tuttugustu aldar. Ilmvatnssafn Pigmentarium stækkar ár frá ári og samanstendur af hágæða ilmum með áherslu á handverk og sjálfbærni og náið samstarf við lítil, að mestu staðbundin, fjölskyldurekin fyrirtæki.
Prag, Tékkland
/ Stærð: H4cm / W10,5cm / D9,2cm
/ Efni: Postulín