Þú ert í miðjum persneskum garði. Vatnsniður úr gosbrunni ásamt kvakandi fuglum og ilmandi rósum samtvinnast í bakgrunni. Á einu augnabliki finnurðu fyrir sólargeislunum á húðinni. Er þig að dreyma eða ekki?
Pigmentarium er fyrsta stjálfstæða ilmvatnshúsið í Tékklandi sem kynnti frumraun sína í Prag haustið 2018 með Ad Libitum ilminum. Vörumerkið er undir sterkum áhrifum ungu kynslóðarinnar með tengsl við listheiminn og lífsstíl Tékklands á fyrri hluta tuttugustu aldar. Ilmvatnssafn Pigmentarium stækkar ár frá ári og samanstendur af hágæða ilmum með áherslu á handverk og sjálfbærni og náið samstarf við lítil, að mestu staðbundin, fjölskyldurekin fyrirtæki.
Prag, Tékkland
— Fjöldi: 40 stk í pakka.
— Stærð: 180 mm.
— Reykelsin eru handgerð í Sri Lanka.
— Sýnið varkárni við brennslu reykelsa og brennið ekki án eftirlits.