Minnisbók unnin í samstarfi við Kristinn Má myndlistarmann.
Kristinn Már hefur starfað sem myndlistarmaður til fjölda ára og hlotið margar viðkenningar fyrir sín störf sem myndlistarmaður. Minnisbókin sýnir collage verk Kristins, sem gerð eru úr skaplónum af vinnustofu hans og notuð eru við myndbyggingu á sjálfum málverkum Kristins.
Bókin er hluti af seríu sem Insula vinnur í samstarfi við ólíka hönnuði og myndlistarfólk, þar sem myndverk, ljósmyndir og grafísk hönnun breyta um hlutverk og verða að fallegum nytjahlut.
Insula Reykjavík er íslenskt vörumerki þar sem hönnun, myndlist og handverk haldast í hendur og á stundum taka á sig nýtt form. Hlutverk Insulu Reykjavíkur er að tengja saman ólíka heima og þróa áhugaverða nytjavöru í gegnum samstörf við skapandi einstaklinga. Markmiðið er að þróa í gegnum þessar tengingar eigulegar vörulínur sem bera skapandi hugsun merki.
Reykjavík
— Stærð: A5, 148×210mm
— 195 blaðsíður, 100 gsm
— Punktamerktar