Klassísk kerti úr hreinu bývaxi frá OVO Things. Kertin koma tvö saman í fallegri gjafaöskju og er brennslutíminn um 9–10 klst. Þau ættu að passa í alla hefðbundna kertastjaka.
Kertin eru handgerð í Litháen úr bývaxi sem fengið er frá býflugnabóndum á svæðinu. Þau eru náttúruleg og mega snerta mat (passið bara að kakan hafi kólnað áður!). Kertin eru án eiturefna og engum litarefnum né ilm er bætt við þau.
Litháen
— Stærð: Ø22×230 mm
— Efni: 100% náttúrulegt bývax, 100% bómullarkveikur
— Fjöldi: Kertin eru seld 2 saman í pakka
— Brennslutími: 9–10 klst
Sýnið varkárni við brennslu kerta og brennið ekki án eftirlits. Sem náttúrulegt efni getur býflugnavax verið breytilegt í litatón, frá skærgulum til dekkri brúnna tóna. Kertin geta breyst lítillega með tímanum eða þegar þau eru geymd í beinu sólarljósi.