Plissé frá sænsku hönnunarstofunni Folkfom er plíseraður borðlampi sem færir gamalt handverk fram á sjónarsviðið með nútímalegri nálgun.
Plissé lampinn hlaut sigurverðlaun hönnunartímaritsins Residence í flokknum „Lighting of the Year 2022“ og var tilnefndur til sænsku hönnunarverðlaunanna árið 2021.
Plísering er aðal einkenni lampans en við hönnun hans drógu hönnuðir Folkform, Anna Holmquist og Chandra Ahlsell, innblástur frá gömlum lampaskermum og reyndu að finna gömlu handverki nýjan farveg.
Folkform er samstarfsverkefni hönnuðanna Annu Holmquist og Chandra Ahlsell. Frá stofnun stofunnar árið 2005, hafa verk þeirra orðið þekkt fyrir nýstárlegar nálganir á húsgagna- og vöruhönnun. Tvíeykið hefur hlotið fjölmörg virt hönnunarverðlaun og verk þeirra má meðal annars finna á Þjóðminjasafninu í Stokkhólmi sem og í Lista- og byggingarlistarsafninu í Ósló.
Stokkhólmur, Svíþjóð
— Stærð: 292×409 mm, fótur er 152 mm
— Efni: Hvít bómull
— Perustæði: E27 Class II IP20 230V
— Snúran er 2,5 m að lengd með dimmer.