Dīpā olíulampinn er smíðaður og handunninn úr gegnheilu látúni (e. brass). Loginn endurspeglast í koparnum sem ýkir mjúku birtuna frá lampanum.
Casegoods hefur haslað sér völl á undanförnum árum sem alþjóðlegt vörumerki með sérstöðu í hönnunarheiminum. Stúdíóið er hugarfóstur arkitektastofunnar Case Design og er staðsett í Mumbai. Casegoods hefur einstakt hönnunar- og framleiðsluteymi og hefur tekið þátt í sýningum um heim allan.
Vörurnar frá Casegoods eru afrakstur góðra sambanda við iðnaðar- og handverksfólk síðustu tvo áratugi og eru framleiddar af, og í samvinnu við framúrskarandi framleiðendur. Oftar en ekki fjölskyldufyrirtæki sem eiga sér sögu yfir 40 kynslóðir með einstaka þekkingu og skilning á aðferðum og efnum.
Mumbai — India
— Stærð: Ø 50 × 50 mm
— Efni: Látún (e. brass)
Nota skal hefðbundna lampaolíu í lampann sem fæst á bensínstöðvum eða í byggingavöruverslunum. Olía fylgir ekki. Gott er að vita að 2 ltr. af olíu ættu að endast í um 140–150 klst.
Bómullarkveikur fylgir lampanum og við rétta notkun ætti hann að brenna um 6–12 mm á hverja 2 ltr. af lampaolíu. Aldrei skal brenna þurran kveik, alltaf þarf að tryggja að hann sé blautur í gegn af olíu. Ef lampinn myndar reyk við notkun er það vegna þess að kveikurinn er og hátt uppi, færa skal kveikinn varlega neðar þar til reykurinn hættir. Fyrir hverja notkun er best að snyrta af kveiknum með skærum til að tryggja að hann brenni jafnt.
Látúnið mun tjarna með tíma og notkun, það er algjörlega skaðlaust. Í okkar augum er þetta fallegt ferli sem gefur hverjum hlut einstakt og persónulegt yfirbragð en ef eigandinn kýs að halda í upprunalegan gljáa er einfaldlega hægt að þurrka af hlutnum með koparhreinsi.