Lei býður þér að uppgötva sjálfbæra leið til að njóta ilms í gegnum ilmolíulampa sem knýr sig áfram með hita kertaljóss í stað rafmagns.
Lei hefur verið kallaður ljóðrænasti ilmolíulampi heims og hefur unnið til fjölmargra alþjóðlegra hönnunarverðlauna siðan hann var fyrst kynntur. Lampinn er framleiddur úr endurunnum efnum og vegna þess að hann notast ekki við rafmagn, má stilla honum upp hvar sem er.
Lei ilmolíulampinn var fundinn upp af Yasusugi Nagato sem fékk svo hönnunarstofuna SOL Style í lið með sér við hönnun lampans. Þar komu vöruhönnuðirnir Yu Ito og Yoshimi Kemmotsu að hönnun hans.
Tokyo, Japan
— Stærð: 161×174×85 mm (vifta ekki meðtalin).
— Efni: Ál og gler
— 2 kerti og leiðbeiningar fylgja í kassanum.
— Athugið að ilmolíur fylgja ekki með.
— Ef viftan snýst ekki rétt er gæti kertaloginn verið of veikur. Gott er að prófa að skipta um kerti eða snúa kertabikarnum á hvolf og stilla kertinu ofan á hann svo loginn sé nær járnplötunni fyrir ofan. Gott er að bíða í 3–4 mínútur á meðan hitinn nær fullum styrk.
— Ef tækið er notað nálægt annarri viftu eða loftræstingu geta hitaleiðniáhrifin veikst sem gerir það að verkum að erfitt er fyrir viftuna að snúast á réttum hraða.