Lapuan Kankurit

 

Lapuan Kankurit er finnskt fjölskyldufyrirtæki sem á rætur sínar að rekja til textílverksmiðju sem afi manns að nafni Juha Hjelt, Juha Annala stofnaði árið 1917. Eftir að hafa starfað í verksmiðju fjölskyldunnar í Lapua frá 15 ára aldri stofnaði Hjelt sína eigin verksmiðju árið 1973 með konu sinni Liisa og nefndi hana Lapuan Kankurit (e. Weavers of Lapua). Í dag, fjórum kynslóðum síðar, eru það hjónin Esko og Jaana Hjelt sem stýra fyrirtækinu, en nútíma vefnaðartækni, faglærðir hönnuðir, þverfaglegt starfsfólk og ábyrgt viðhorf til umhverfis, hefða og fólks gerir Lapuan Kankurit sterkari en nokkru sinni fyrr.

Í dag framleiðir fyrirtækið fjölhæfan innanhúss-, eldhús- og baðtextíl úr hreinum og náttúrulegum efnum. Lapuan Kankurit metur ekki aðeins góða hönnun heldur einnig sjálfbæra þróun og rekjanleika efna. Fyrirtækið er eina finnska textílverksmiðjan sem hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá inngöngu í samtök The European Masters of Linen.