Nagano Soba Cha 長野そば茶
Ristað korn • Ríkjandi sætleiki
Allt Soba Cha er ekki búið til jafnt. Þó bókhveiti sé ræktað á nokkrum stöðum í Japan, eru Nagano og Hokkaido svæðin lofuð sem tveir bestu framleiðendur hágæða bókhveitis. Soba Cha frá Kettl kemur frá Nagano héraði Japans, nánar tiltekið Togakushi svæðinu. Kalt veður, góður aðgangur að fersku uppsprettuvatni og næringaríkur jarðvegur gerir Togakushi að einum besta stað Japans fyrir framleiðslu hveitisins.
Soba Cha er í rauninni ekki te í sjálfu sér þar sem það kemur ekki frá plöntunni Camellia Sinensis. Það er þess í stað unnið úr ristuðum kornum Tartary bókhveitis. Hveitið kemur frá austur Asíu og er algengt í Kína, Tíbet, Suður Kóreu og Japan.
Munurinn á Tartary bókhveiti og venjulegu bókhveiti er þvíþættur. Annarsvegar liggur munurinn í stærð kornanna, en Tartary bókhveiti er minna og er ekki með jafn þykkt hýði. Hinsvegar er munurinn sá að í Tartary bókhveiti er næstum 100 sinnum meira magn efnis sem kallast Rutin. Rutin er öflugt efni sem talið er geta haft góð líffræðileg áhrif, svo sem að draga úr blóðhlaupi, bláæðaskorti og truflun á æðaþelsi.
Sykur í kjörnum bókhveitis karamelluserast þegar það er eldað sem leiðir til gullins bolla af tei með náttúrulega sætu bragði og ristaðri áferð. Teið er því sætt, með hnetukeim, djúpu bragði og ánægjulegri lykt.
Nagano Soba Cha er einnig 100% koffín- og glúteinlaust.
Togakushi, Nagano, Japan
— Innihald: 100% Tartary bókhveiti
— Ræktandi: Fagopyrum Tataricum
— Þyngd: 200g
— Í einn bolla af tei mælum við með 6g (1,5 tsk) af telaufum á móti 180-200 ml af 90°C heitu vatni. Brugga skal teið í 2 mínútur.