MURMUR er ilmur sem varð til af löngun að endurskapa augnablikið, þar sem nándin er svipt öllum hindrunum. Augnablikið þar sem róandi tónar raddarinnar ásamt andardrætti breiðast varlega yfir húðina, sameinað ólýsanlegri orku og stöðugri örvun á sama tíma. Leyfandi minningum fortíðar að móta nýjar tilfinningar líkamans. Það hvernig húðin hitnar og líkaminn dofnar á meðan hjartað sleppir slagi.
Toppur — Amber
Hjarta — Rose・Patchouli
Grunnur — Oud・Santal・Civet・Musk
Pigmentarium er fyrsta stjálfstæða ilmvatnshúsið í Tékklandi sem kynnti frumraun sína í Prag haustið 2018 með Ad Libitum ilminum. Vörumerkið er undir sterkum áhrifum ungu kynslóðarinnar með tengsl við listheiminn og lífsstíl Tékklands á fyrri hluta tuttugustu aldar. Ilmvatnssafn Pigmentarium stækkar ár frá ári og samanstendur af hágæða ilmum með áherslu á handverk og sjálfbærni og náið samstarf við lítil, að mestu staðbundin, fjölskyldurekin fyrirtæki.
Prag, Tékkland
— Stærð: 2 ml
— Ilmvatnið hentar öllum kynjum.
— Spreyið á háls og úlnlið eftir þörfum.
— Haldið ilmvatninu frá augum, munni, börnum og dýrum.