Kanna fyrir sojasósu sem enn í dag er eitt þekktasta verk japanska hönnuðarins Masahiro Mori. Hún var hönnuð árið 1958 og fékk Good Design verðlaunin árið 1960 og Long Life Design verðlaunin á 1977 fyrir sambland af notkunareiginleikum og fegurð.
Kannan, sem nefnist G-Type, er með sérhönnuðum stút sem sveigir mjúklega til að koma í veg fyrir að dropar leki úr henni. Lok könnunnar gerir ráð fyrir að auðvelt sé að fylla á könnuna og hefur gat í miðjunni sem loka má fyrir með fingri og stjórna þannig magni vökvans sem hellt er.
Þó kannan hafi á sínum tíma verið hönnuð með sojasósu í huga má vel nota hana fyrir ýmiskonar dressingu, edik eða aðrar tegundir af sósum.
Kannan er framleidd í Japan af Hakusan Porcelain Co. sem stofnað var árið 1779 í Hasami, en fyrirtækinu var stýrt af Masahiro Mori frá árinu 1957. Það má segja að samstarf þessa tveggja aðila hafi breytt ásýnd postulíns til frambúðar en Mori vann yfir 100 Good Design verðlaun á ævi sinni og varð til þess að Hakusan postulín er í fremstu röð þegar kemur að nýstárlegri hönnun í bransanum.
Hasami, Nagasaki, Japan
— Stærð: 100×70×90 mm
— Rúmmál: 120 ml
— Efni: Postulín
— Má setja í uppþvottavél og örbylgjuofn.