Uji Genmaimatcha
宇治玄米抹茶
Hnetukeimur • Ristað • Sæt rjómakennd áferð
Genmaimatcha er vinsælt te í Japan en stíllinn þróaðist sem leið til þess að drýgja teuppskeru hvers árs. Teið er brúnt hrísgrjónate sem kemur frá bænum Uji í Japan, sem frægur er fyrir teframleiðslu sína. Teið er blanda af fyrstu sencha-telaufum uppskeru hvers árs, hágæða matcha dufti og ristuðum hrísgrjónum.
Í tebollanum blandast sætur hnetukeimur frá hrísgrjónunum og grösugur keimur telaufanna. Að auki er örlitu matcha bætt við sem skilar sér í djúpgrænum og mjúkum bolla með fínum sætleika og ristaðri áferð.
Hrísgrjónin, sencha-telaufin og matcha-duftið er framleitt af samvinnufélagi þriggja framleiðenda og hér sameinað á hátt sem skilar sér í einstökum bolla sem auðvelt er að njóta daglega.
Uji, Japan
— Innihald: Sencha, matcha og brún hrísgrjón
— Þyngd: 100g
— Í einn bolla af tei mælum við með 5g (1 kúfuð tsk) af telaufum á móti 180-200 ml af 90°C heitu vatni. Brugga skal teið í 1 mínútu.