Ilmur bundinn við minningu — ferðastu í gegnum lyktarskynið. Ilmkertið frá Hvammsvík er handgert á Íslandi og hefur einkennandi ilm Hvammsvíkur, hreinan og frískandi, með grunntónum af melgresi, mosa, krækiberjalyngi og þangi.
Til þess að varðveita ilminn sem best skal setja trélokið á kertið eftir hverja notkun.
Vörulínan frá Hvammsvík er unnin í sátt við náttúruna með það að markmiði að upphefja róandi eiginleika hennar í gegnum lyktar- og snertiskyn. Línan er þróuð, unnin og framleidd á Íslandi úr handtíndu og staðbundnu hráefni frá Hvammsvík.
Hvammsvík — Ísland
— Stærð: 200 g
— Efni: Lífrænt sojavax og bómullarþráður
— Vörurnar eru lífrænar, vegan og ekki prófaðar á dýrum. Þær eru einnig eiturefnalausar og án parabena, súlfata og sílikons. Línan er þróuð af Grímu Björu Thorarensen, meðeiganda Hvammsvíkur, og Sonju Bent, eiganda Nordic Angan.