Ilmur bundinn við minningu — ferðastu í gegnum lyktarskynið. Ilmmeðferð Hvammsvíkur má nota sem frískandi andlitsúða eða sem híbýlailm. Hún er náttúruleg og laus við kemísk efni og hefur einkennandi ilm Hvammsvíkur, hreinan og frískandi, með grunntónum af melgresi, mosa, krækiberjalyngi og þangi.
Kemur í þægilegri 100 ml spreyflösku.
Baðvörulínan frá Hvammsvík er unnin í sátt við náttúruna með það að markmiði að upphefja róandi eiginleika hennar í gegnum lyktar- og snertiskyn. Línan er þróuð, unnin og framleidd á Íslandi úr handtíndu og staðbundnu hráefni frá Hvammsvík.
Hvammsvík — Ísland
— Stærð: 100 ml
— Vörurnar eru lífrænar, vegan og ekki prófaðar á dýrum. Þær eru einnig eiturefnalausar og án parabena, súlfata og sílikons. Línan er þróuð af Grímu Björu Thorarensen, meðeiganda Hvammsvíkur, og Sonju Bent, eiganda Nordic Angan.