HAKUDO RAIN 雨 reykelsið frá AOIRO er aðeins framleitt úr besta viði sem Awaji eyja Japans hefur upp á að bjóða. Ilmurinn er innblásinn af andrúmslofti japanskrar eyjar sem fær sitt fyrsta regn eftir langa þurrkatíð og petrichor, ilminum af regni.
Reykelsið ilmar af Hibaviði, Shiso, Kaffir Lime, Petitgrain, Vetiver, eikarmosa, Elemi, Palmarosa, Rosalina, basil, Vestur-Indverskum sandalviði, Patchouli og sedrusviði.
AOIRO er hönnunarstofa sem einbeitir sér að sköpun ilma fyrir hýbíli sem byggja á hugmyndafræði Kōdō 香道, reykelsisathafna Japans. Þær kennar hvernig meta má ilm á nýjan hátt með því að „hlusta“ á hann. Með HAKUDO RAIN ilmlínu sinni býður AOIRO þér að staldra við í dagsins amstri og taka augnablik til slökunar.
Tokyo — Berlin
— Fjöldi: 30 stk
— Reykelsin koma í Kiribako-viðarkassa sem handunninn er í Ishikawa, Japan.