HAKUDO MOON 月 ilmkjarnaolían frá AOIRO kemur að himnum ofan. Ilmurinn er innblásinn af himinhvolfinu, tunglinu og því sem er tímalaust og eilíft.
Samsetning 12 ilmkjarnaolía sem dýpka meðvitund og skerpa tilfinningar eru kjarni HAKUDO MOON 月; Bergamot, Koyamaki, Aaro, túrmerik, Frankincense, svartur pipar, blár sýprusviður, sedrusviður, Palmarosa, Vetiver og fjóla ásamt sérstakri blöndu frá AOIRO.
AOIRO er hönnunarstofa sem einbeitir sér að sköpun ilma fyrir hýbíli sem byggja á hugmyndafræði Kōdō 香道, reykelsisathafna Japans. Þær kennar hvernig meta má ilm á nýjan hátt með því að „hlusta“ á hann. Með HAKUDO ilmlínu sinni býður AOIRO þér að staldra við í dagsins amstri og taka þér augnablik til slökunar.
Tokyo — Berlin
— Stærð: 15 ml
— Glerflaskan kemur í japönskum pappapoka.