HAKUDO PURE 白 híbýlailmurinn frá AOIRO er innblásin af ósýnilegum lögum fjalllendisins, flauelsmjúkum mosa, jarðvegi sem er ríkur af lífrænum efnum og af rótum sem dreifa lífi sínu djúpt neðanjarðar. Eins og að ganga um í þéttvöxnum skógi.
Með HAKUDO PURE má finna rólega stund til að slaka á með 11 ilmkjarnaolíum sem opna skynfærin. Hibaviður, eikarmosi, Amyris, Copaiba, Vetiver, Elemi, Yuzu, grænt oreganó, Palmarosa, Ajowan og sedrusviður vinna hér saman til að skapa einstakan híbýlailm. HAKUDO PURE jarðtengir. Uppruni hans er jörðin, þar sem flókinn alheimur rotnunar, endurnýjunar og fæðingar vinnur sitt verk.
AOIRO er hönnunarstofa sem einbeitir sér að sköpun ilma fyrir hýbíli sem byggja á hugmyndafræði Kōdō 香道, reykelsisathafna Japans. Þær kennar hvernig meta má ilm á nýjan hátt með því að „hlusta“ á hann. Með HAKUDO ilmlínu sinni býður AOIRO þér að draga djúpt andann, undirbúa þig fyrir daginn á morgnana eða slaka á og finna ró á kvöldin.
Tokyo — Berlin
— Stærð: 50 ml
— Glerflaskan kemur í Kiribako-viðarkassa sem handunninn er í Ishikawa, Japan.