Við hugsum um CYPRÈS 21 sem lítinn kofa, djúpt inni í skógi. Friðsælt afdrep fjarri glymjandi símum og bláu ljósi. Mótefni við kulnun. Bjartur, kvoðukenndur sýprusviður liggur á krydduðu undirlagi — einiber, negull og stjörnuanís — nótur sem ná festu með hlýju reykelsis og patchouli. Við getum ekki fullyrt að það kertið kortisólið þitt, en með CYPRÈS 21 bjóðum við þér rólega stund friðar. Kertin frá Le Labo eru handgerð í Bandaríkunum með kraftmiklum ilmkjarnaolíum, sérsniðinni blöndu af sojavaxi og eru með náttúrulegan bómullarkveik — allt til þess að skapa sem besta ilmupplifun. Lestu miðann sem fylgir kertunum og ekki gleyma að snyrta kveikinn!
Grasse — New York
— Stærð: 245 g
— Tilvalið er að endurnýta glasið eftir notkun kertisins, en það átti einmitt fyrra líf sem kokteilglas.
— Allar vörur frá Le Labo eru án parabena og rotvarnarefna, eru vegan og hafa ekki verið prófaðar á dýrum.