Pappírsreykelsi・Gjafabox・Slökun
Frá fæðingarstað japanskra reykelsa kemur ný leið til að njóta umbreytandi áhrifa ilms. HA KO pappírsreykelsin eru búin til úr japönskum washi-pappír og koma hér í fallegri gjafaöskju með 6 laufblöðum. Frumleg og einstök gjöf fyrir vini og vandamenn.
Ilmurinn minnir á hljóðlátan skógarlund og er fullkominn fyrir djúpa slökun eða hugleiðslu. Vetiver léttir á spennu í líkamanum og sýprusviður róar hugann. Einnig má finna viðarkenndan ilm af hiba og bjartar nótur af bergamot.
Í öskjunni eru 6 pappírslauf og lítil filtmotta til að nota þegar kveikt er í þeim. Á meðan upprunalega línan af reykelsunum einbeitir sér að einstaka ilmum, þá voru ilmkjarnaolíurnar í svörtu línunni sérstaklega valdar vegna getu þeirra til að stuðla að betri svefni og dýpri slökun.
Sagan segir að reykelsishefð Japans hafi fæðst úr einu stykki af ilmandi agarviði sem rak á klettótta strönd Awaji-eyju á 6. öld. Enn þann dag í dag, þrátt fyrir breytingar í gegnum aldirnar, er Awaji enn miðpunktur fíns ilms í Japan.
Framleiðandi reykelsanna eru fagmenntaðir iðnmenn Koushou-do, en fyrirtækið var stofnað fyrir meira en 120 árum síðan. Þeir hafa í gegnum árin framleitt sum bestu reykelsa heims og tekið þátt í að þróa listform sem nefnist Kōdō (香道, „The Way of Fragrance“) og talin er ein af þremur fágunarlistum Japans ásamt Kadō (華道 „The Way of Flowers“) og Chadō (茶道, „The Way of Tea“).
Pappírsreykelsin eru nýjasta afurð Koushou-do en þau voru í þróun í 5 ár áður en þau voru loks tilbúin. Reykelsin unnu einnig Good Design Award verðlaunin árið 2019.
Awaji, Japan
Þegar kveikt er á reykelsinu skal blása strax á logann, leggja laufblaðið á filt brennslumottu (seld hér) og á óeldfimt yfirborð. Einnig er hægt að njóta ilmblöndunnar í reykelsinu án þess að brenna það, en hún helst fersk í allt að 3 mánuði.
— Stærð: U.þ.b. 80×30 mm
— Efni: Washi-pappír
— Brennslutími: 5-7 minútur
— Sýnið varkárni við brennslu reykelsa, brennið á óeldfimu yfirborði og ekki án eftirlits.