Chulha ilmolíulampinn frá Casegoods er gerður úr kalksteini, endurunnu terracotta og kopar. Hver hlutur er handsmíðaður og lakkaður með bývaxi. Kertið er sett í koparstjaka og gefur frá sér mjúka birtu á sama tíma og það hitar vatnið og ilmkjarnaolíuna í skálinni fyrir ofan og fyllir rýmið af ilm.
Casegoods hefur haslað sér völl á undanförnum árum sem alþjóðlegt vörumerki með sérstöðu í hönnunarheiminum. Stúdíóið er hugarfóstur arkitektastofunnar Case Design og er staðsett í Mumbai. Casegoods hefur einstakt hönnunar- og framleiðsluteymi og hefur tekið þátt í sýningum um heim allan.
Vörurnar frá Casegoods eru afrakstur góðra sambanda við iðnaðar- og handverksfólk síðustu tvo áratugi og eru framleiddar af, og í samvinnu við framúrskarandi framleiðendur. Oftar en ekki fjölskyldufyrirtæki sem eiga sér sögu yfir 40 kynslóðir með einstaka þekkingu og skilning á aðferðum og efnum.
Mumbai — India