Handsápa・Áfylling・Herbarium・500 ml
Áfylling á Herbarium handsápuna frá FRAMA. Kemur í 500 ml einingu og án pumpu.
Herbarium handsápan frá FRAMA inniheldur róandi kjarna villtrar náttúru og hefur ferskan og hrífandi ilm. Sápan er unnin úr náttúrulegum og lífrænum hráefnum.
Nótur — Appelsína・Einiber・Rós・Ho-viður
Ilmur — Jurtir・Blóm・Viður
Appelsína gefur blöndunni upplífgandi tón og eykur hamingju og vitræna virkni. Einiber gefa ilmum ferskleika og örlitlar nótur af furu. Ho-viður er hátt og sígrænt tré með skærgræn og ilmandi lauf sem á uppruna sinn að rekja til Asíu. Tréð gefur frá sér sætan, viðarkenndan ilm með blómlegum undirtón. Herbarium er hannaður sem hreinn og orkugefandi ilmur sem bætir skap og endurlífgar skynfærin.
Ilmur Herbarium var unninn í samvinnu við Be My Guest, skapandi vinnustofu staðsetta í Seoul, Suður-Kóreu.
Handsápan er mild og inniheldur rakagefandi hráefni úr plöntum sem skilja við húðina hreina, mjúka og nærða. Ríkur viðarilmur Herbarium handsápunnar ásamt skærum sítruskeim leiða hugann að gönguferð um grasagarð, þar sem ilmur af blómum og villtu grasi fylla loftið.
Kaupmannahöfn, Danmörk
— Stærð: 500 ml
— Hentar öllum húðgerðum.
— Handsápan er unnin úr náttúrulegum efnum, er vegan og hefur ekki verið prófuð á dýrum.
— Kemur í margnota glerflösku.