Á sama hátt og matcha-te er meira en bara drykkur í japanskri menningu er THÉ MATCHA 26 mun meira en ilmur fyrir okkur. Hann veitir augnablik til að líta inn á við í sjálfsskoðun og fagna með hljóðlátum hætti innri þokka og fegurð. Með einum andardrætti fjarlægjumst við ys og þys hversdagslífsins og förum aftur „inn á við“. Matcha-ilmurinn blandast mjúkum fíkjutónum ásamt olíugrasi og sedrusvið með hressandi og lokkandi beiskjuappelsínu.
THÉ MATCHA 26 er dulúðlegur og djúpur ilmur fyrir húðina sem er eingöngu hugsaður fyrir þau sem bera hann og þau sem eru svo heppin að vera mjög nálægt viðkomandi. Honum fylgir fáguð ró. Fyrir okkur minnir ilmurinn á heimahagana, notalega einveru og allt sem er okkur kunnuglegt og kært.
Grasse — New York
— Stærð: 50 ml
— Ilmvatnið hentar öllum kynjum.
— Allar vörur frá Le Labo eru án parabena og rotvarnarefna, eru vegan og hafa ekki verið prófaðar á dýrum.