The House of Xavier Corberó
Xavier Corberó (1935–2017) var á meðal fremstu spænskra listamanna síðustu aldar. Skúlptúrar hans úr grófum steini, marmara og bronsi komu í form hugmyndir samtímalistamanna hans á borð við Salvador Dalí, Marcel Duchamp, Max Ernst og Joan Miró,
Verk hans finnast víða, þar á meðal í V&A í London og The Met í New York, en ef til vill er stærsta listaverk hans staðsett í útjaðri Barcelona í formi heimilis sem hann byggði fyrir sjálfan sig á um fimmtíu ára tímabili. Byggingin samanstendur af völundarhúsalegum herbergjum, hæðum og bogum sem hann bætti stöðugt við þegar hann hafði fjármagn til.
The House of Xavier Corberó er ritstýrt af dóttur Xavier, Ana Corberó, og er fyrsta bókin sem fjallar um heimilið í Esplugues de Llobregat. Ljósmyndun er eftir Daniel Riera og texti er í höndum gamlla vina og samstarsmanna Corberó, arkitektanna Ricardo Bofill og Josep Acebillo, Paul Finch, lista- og blaðakonunnar Celia Lyttelton ásamt Pablo Bofill. Auk þess má finna viðtal við Corberó sjálfan sem tekið var af kvikmyndagerðarmanninn Albert Moya og upphaflega var birt í 16# tölublaði af Apartamento.
— Stærð: 24,5×2,5×29,5 cm
— 224 blaðsíður
— Kápa: Harðspjalda
— Tungumál: Enska
— ISBN: 9788409355808